Skilmálar

Skilmálar Orlofseignir.is

Gildandi frá 1. nóvember 2025

Orlofseignir.is er miðlunarvettvangur sem gerir eigendum kleift að skrá orlofseignir erlendis og leigjendum kleift að hafa beint samband við eigendur. Vefurinn er rekin af Novamedia ehf., kt. 540606-2260, sem starfar eingöngu sem tæknilegur þjónustuaðili og kemur ekki að samningum eða greiðslum milli aðila.

Með því að nota Orlofseignir.is samþykkir þú eftirfarandi skilmála.


1. Hlutverk Orlofseignir.is

Orlofseignir.is er ekki ferðaskrifstofa, bókunarkerfi eða leigumiðlun.

Vefurinn er eingöngu vettvangur til að birta auglýsingar og gera eigendum og leigjendum kleift að tengjast beint sín á milli.

Novamedia ehf.:

  • tekur ekki þátt í samningum,

  • tekur ekki þátt í greiðslum,

  • ber enga ábyrgð á samskiptum milli aðila,

  • ber enga ábyrgð á innihaldi auglýsinga,

  • ber enga ábyrgð á bókunum, greiðslum, tjóni, ósamræmi eða ágreiningi.

Allir samningar fara fram beint milli eiganda og leigjanda.


2. Notendareikningar

Til að skrá eign eða hafa samband við eiganda þarf að stofna notendaaðgang.

Notandinn ber fulla ábyrgð á:

  • að upplýsingarnar séu réttar og sannar,

  • að viðhalda öryggi aðgangsins,

  • að nota vettvanginn í samræmi við lög og góða viðskiptahætti,

  • að nota ekki falsaðar eða óstaðfestar upplýsingar.

Novamedia ehf. áskilur sér rétt til að loka aðgangi án fyrirvara ef notandi brýtur skilmála eða ef grunur vaknar um rangar upplýsingar, svindl eða ólögmæta háttsemi.


3. Skráning eigna og efni sem notendur birta

Eigendur sem skrá eignir bera ábyrgð á öllu efni sem þeir birta, þar með talið:

  • réttar upplýsingar um eign

  • myndir, lýsingar og staðsetningu

  • verð, framboð og reglur

  • lögmæti útleigu

Notendur skuldbinda sig til að birta eingöngu efni sem þeir eiga rétt á að nota.

Novamedia ehf. ber enga ábyrgð á villum, röngum upplýsingum, misvísandi efni eða skaða sem stafar af ófullnægjandi upplýsingum.


4. Samskipti og samningar milli aðila

Allar bókanir, samskipti og samningar fara fram beint milli leigjanda og eiganda.

Notendur bera ábyrgð á því að:

  • gera skýran samning sín á milli

  • koma sér saman um greiðslur, tryggingarfé og reglur

  • staðfesta upplýsingar áður en bókun er staðfest

  • fylgja lögum og reglum í því landi sem eignin er staðsett

Novamedia ehf. kemur ekki að greiðslum heldur er eingöngu tæknilegur vettvangur.


5. Gjaldfrjáls þjónusta

Notkun Orlofseignir.is er gjaldfrjáls bæði fyrir eigendur og leigjendur.

Novamedia ehf. áskilur sér rétt til að breyta verðskrá eða bæta við þjónustu síðar, en slíkt verður birt með fyrirvara.


6. Bann við ólögmætri eða skaðlegri notkun

Notendum er óheimilt að:

  • birta rangar eða villandi upplýsingar

  • skrá eignir sem þeir eiga ekki eða hafa ekki heimild til að leigja

  • nota vefinn í ólögmætum tilgangi

  • senda ruslpóst (spam)

  • reyna að hakka eða trufla vefinn

Brot geta leitt til tafarlausrar lokunar aðgangs og tilkynningar til yfirvalda.


7. Ábyrgðarleysi

Orlofseignir.is og Novamedia ehf. bera enga ábyrgð á:

  • bókunum eða samningum milli aðila

  • fjárhagslegu tjóni, misskilningi eða vanefndum

  • gæðum eða ástandi eigna

  • málum sem upp koma vegna dvöl, greiðslna eða samskipta

  • tæknilegum bilunum eða truflun á þjónustu

Vefurinn er notaður á eigin ábyrgð notenda.


8. Persónuvernd

Við vinnum með persónuupplýsingar í samræmi við gildandi lög og persónuverndarstefnu Orlofseignir.is.

Við deilum ekki persónuupplýsingum með þriðja aðila nema lög krefjist þess.


9. Breytingar á skilmálum

Novamedia ehf. áskilur sér rétt til að uppfæra þessa skilmála hvenær sem er.

Uppfærðir skilmálar taka gildi við birtingu á vefnum.


10. Samskipti

Ef þú hefur spurningar um skilmálana eða vefinn, vinsamlegast hafðu samband:

Orlofseignir.is / Novamedia ehf.

📧 [email protected]

 

 / 

Skrá inn

Senda skilaboð

Uppáhöldin mín