Skilmálar

Skilmálar

Skilmálar þessir gilda um allar bókanir gerðar (í gegnum heimasíðu, tölvupóst, síma eða með öðrum hætti) við Orlofseignir ehf. hér (hér eftir kallað „OE“). 
Með því að samþykkja skilmála þessa ert þú eða sá sem þú ert að bóka fyrir (sem „leigutaka“) að koma á beinu samningsambandi við Fasteignareiganda (hér eftir kallaðan „FE“) sem leigutaki ætlar að leigja af. OE er ekki aðili að samningi þessum en kemur samningsaðilum saman á tryggan hátt í gegnum vefsíðu sína. 
Tilgangur OE er að greiða fyrir leigu á orlofseignum með stöðluðum samningum, og leiða saman samningsaðila á tryggan hátt í gegnum vefsíðu sína. 
Skilmálar þessir hafa verið samþykkt af FE og hefur hann / hún hefur gefið OE fullt umboð til þess að gera leigusamning byggðan á þessum skilmálum.


1. Bókanir 
Til að tryggja bókun verður þú að ljúka bókunarferlinu á vefsíðu OE. Bókun er staðfest þegar þú færð staðfestingu um bókun í tölvupósti frá OE. Bókanir í gegnum síma eða tölvupóst er staðfestar er gengið hefur verið frá greiðslu og þú hefur fengið staðfestingu um bókun í tölvupósti frá OE. 
Sá sem lýkur bókunarferlinu verður að vera eldri en 24 ára, og a.m.k. einn viðskiptavinur sem dvelur í fasteign skal vera yfir 24 ára aldri og getur OE krafist þess að leigutaki framvísi persónuskilríkjum þessu til staðfestingar.


2. Skyldur og skuldbindingar viðskiptavinar 
• Skemmdir á fasteign eða innanstokksmunum hennar af völdum leigutaka eða þeim sem dvelja í fasteign er á ábyrgð leigutaka og skulu greiðast að fullu.  Komi til þess að tjón er uppgötvað eftir að dvöl er lokið, hefur FE rétt til senda leigutaka reikning, liggi næginleg sönnunargögn fyrir kröfu. 
• Viðskiptavinur samþykkir að greiðslukortaupplýsingar hans séu geymdar til tryggingar fyrir tjóni sem viðskiptavinur eða gestir hans kunna að valda. Viðskiptavinur samþykkir einnig að OE er heimilt að skuldfæra sannanlegt tjón á greiðslukort hans. 
• Fjöldi einstaklinga sem dvelja í fasteign má ekki fara yfir hámarksfjölda er kemur fram á upplýsingasíðu fasteignar á vefsíðu OE. Börn 2 ára eða yngri teljast ekki til hámarksfjölda. Gestir eru leyfðir á daginn en er ekki leyft að gista yfir nótt. 
• Virða ber nágranna. Hávaða skal lágmarka á öllum tímum. Ef liggur fyrir að nágrannar verða fyrir óþægindum, áskilur FE sér rétt til að fara fram á að leigutaki yfirgefi fasteign án rétts til að krafjast hvers konar bóta. 


3. Skyldur og skuldbindingar FE
 
• FE er ábyrgur fyrir því að allar upplýsingar á upplýsingasíðu um fasteign séu réttar. 
• FE er ábyrgur fyrir því að leiga á fasteign sé í samræmi við öll staðbundin eða innlend lög þar með talin lög um um heilsu, öryggi og tryggingar. 
• FE er ekki ábyrgur fyrir neinum beinum eða óbeinum kostnaði, tjóni eða tapi stofnað til af leigutaka eða öðrum gestum fyrir, meðan og að eftir dvöl leigutaka lýkur, nema að því marki þar sem ólöglegt að útiloka slíka ábyrgð. 
• FE getur ekki ábyrgst bilanir eða truflunir á þjónustu eða búnaði í íbúðinni, né truflun vegna viðhalds sem fara fram í öðrum hluta eignarinnar. Berist tilkynning um slíkt mun FE reyna að bregðast við slíkum málum innan hæfilegs tíma. Ef mál er þess eðlis að það hefur alvarlega áhrif á dvöl leigutaka í íbúðinni og FE er ókleift um að leysa málið innan 24 klukkustunda verður leigutaka boðið annað húsnæði ef sá valkostur er í boði. 
• Fyrir mánaðarlega leigu geta viðbótar skilmálar FE átt við og er þá að finna á upplýsingasíðu viðkomandi fasteignar.

4. Skyldur OE 
Það er á ábyrgð OE er að bjóða upp á vefsíðu til að bóka fasteignir í einka eða fyrirtækjaeigu. OE eru ábyrgt fyrir virkni vefsíðunnar og innihaldi hennar.
OE bera ekki ábyrgð á neinum aðgerðum sem gerðar eru af öðrum hvorum aðila þessa samnings eftir að staðfesting um bókun hefur verið send. 

5. Breytingar og afpantanir 
Ef þú vilt breyta bókun þinn eftir staðfestingu bókunar skaltu hafa samband OE. OE mun kappkosta að koma á móts við breytingu á bókun en geta ekki tryggt að slík beiðni verði uppfyllt án kostnaðar. 

Hreingerningargjald getur stundum verið innheimt sérstaklega og getur það verið mismunandi milli eigna.
 
Ef innheimt er hreingerninga gjald kemur það fram sérstaklega á upplýsinga síðu viðkomandi eignar. 

Afbókanir er hægt að gera með því að senda tölvupóst til orlofseignir@orlofseignir.is. Afpöntunar hlekkur mun einnig vera í tölvupósti um bókunarstaðfestingu. Allar afpantanir gerðar minna en 30 dögum fyrir innritundag mun þýða að einungis eftirfarandi hlutfall af heildar greiðslu verður endurgreidd: 

Dögum fyrir komu15-298-143-70-2
Hlutfall endurgreiðslu70%50%20%0%


Vinsamlegast athugið að ef hætt hefur verið við bókun og greitt hefur verið með kreditkorti, endurgreitt ekki færslugjald, sem er 3,4% af heildarupphæð. 

Í því ólíklega tilfelli að FE staðfesti ekki pöntun, getur OE augljóslega ekki tryggt að þú fáir viðkomandi leigueign. OE mun þó eftir bestu getu reyna að útvega þér aðra sambærilega eign á viðkomandi svæði. Í slíkum tilvikum getur þú annaðhvort kosið að taka eða hætta við bókun og fá fulla endurgreiðslu. OE getur ekki ábyrgst á afbókanir gerðar af FE og mun því ekki verða við neinum kröfum fyrir tapi sem stafar af uppsögn. 

 


6. Koma og brottför
Innritunartími er frá klukkan 15:00-20:00. Útskráningartími er fyrir 12:00 á brottfarardegi. Komutíma skal tilkynna tengilið sem fram kemur í tölvupósti um staðfestingu. Um innritunar eða útskráninga tíma má semja við FE og getur FE farið fram á auka gjald fyrir slíka þjónustu. 

7. Þrif 
Íbúðin skal vera hrein þegar leigutaki kemur, með hreinum rúmfatnaði, handsápu, uppþvottalegi, salernispappír og handklæðum. Ef Íbúðin er ekki almennilega þrifin við innritun, skal leigutaki hafa samband við OE án tafar. 

8. Kvartanir 
Ef leigutaki vill kvarta yfir fasteign, þrifum eða lóð, þarf leigutaki að snúa sér beint til FE en telji leigutaki sig eiga rétt á endurgreiðslu ættir leigutaki að setja sig í samband við OE næst. OE mun ekki endurgreiða hluta af leigugjaldinu ef leigutaki nær ekki samkomulagi við FE eða leigutaki hafði ekki samband við OE áður en hann skráði sig út úr fasteigninni. 


8  Force Majeure
Aðilar samnings þessa geta verið lausir undan samningi þessum vegna óviðráðanlega atvika. (force majeure).

10. Höfundarréttur 
Allt efni á heimasíðu OE þ.m.t. vefsíðuhönnun, texta og myndir, allur hugbúnaður, undirliggjandi kóði tilheyrir OE eða FE og er allur höfundarréttur áskilinn. Efnið má hvorki afrita né dreifa án skriflegs samþykkis OE.


11. Persónuvernd
OE mun leitast við að standa vörð um friðhelgi notenda. Persónuupplýsingum sem safnað er, munu aðeins vera notaðar til að bæta þjónustuna og snýða hana að þörfum notenda. Hvorki OE né FE mun selja, skipta eða leigja persónuupplýsingar til þriðja aðila eða stofnana. 


12. Skaðleysisábyrgð
Þú sem bókunaraðil hvort sem er fyrir hönd fyrirtækis eða persónulega samþykkir að tryggja OE og FE skaðleysisábyrgð. Þessi skaðleysisábyrgð heldur gildi sínu þrátt fyrir uppsögn samnings þessa.

9 Skaðleysisábyrgð
Leigutaki skuldbindur sig til að halda FE og OE skaðlausum af öllum kostnaði, kröfum, skuldum, tjóni, tapi, endurgreiðslum, sektum, og öðrum kostnaði hverju nafni sem nefnist (þar meðtöldum málskostnaði) sem leigutaki verður fyrir eða er gert ábyrgur fyrir vegna brota FE á samningi þessum eða tengslum við hann. Þessi skaðleysisábyrgð heldur gildi sínu þrátt fyrir uppsögn samnings þessa.

 

 / 

Sign in

Send Message

My favorites