Af hverju að skrá eignina hjá Orlofseignum?

Áttu íbúð, sumarhús eða aðra orlofseign erlendis sem stendur oft tóm? Þá er Orlofseignir.is fyrir þig. Við bjóðum eigendum upp á einfaldan og gjaldfrjálsan vettvang til að kynna eignir sínar sérstaklega fyrir Íslendingum sem vilja leigja beint frá eigendum.

Gjaldfrjáls skráning og engin þóknun

Það kostar ekkert að:

  • Stofna aðgang
  • Skrá orlofseign
  • Uppfæra upplýsingar og myndir
  • Fá fyrirspurnir frá áhugasömum leigjendum

Við tökum ekki þóknun af bókunum og rukka ekki áskriftargjöld. Þú heldur sjálfur utan um verð, framboð og skilmála – og heldur öllum tekjunum sjálfur.

Bein samskipti við leigendur

Á Orlofseignir.is hefur þú:

  • Beint samband við leigendur
  • Fulla stjórn á bókunum og samningum
  • Frelsi til að velja hvern þú leigir til, á hvaða kjörum og hvenær

Við troðum okkur ekki inn í samskiptin – við látum þig og leigjandann eiga beint samtal.

Hvernig skrái ég eignina mína?

Ferlið er hannað til að vera einfalt og skýrt:

  1. Stofna aðgang Skráðu þig sem notanda á Orlofseignir.is.
  2. Skrá eign Bættu við:
    • Staðsetningu
    • Tegund eignar (t.d. íbúð, raðhús, villa, sumarhús)
    • Fjölda svefnherbergja og gesta
    • Verði og leigutímabilum
  3. Hlaða upp myndum Góðar, skýrar myndir skipta öllu máli. Sýndu stofu, svefnherbergi, baðherbergi, eldhús og umhverfi.
  4. Setja skilmála T.d. lágmarksfjölda næta, reglur um gæludýr, reykingar, fjölda gesta o.s.frv.
  5. Svara fyrirspurnum Þegar leigjendur hafa áhuga senda þeir fyrirspurnir og þú ákveður hvernig þú heldur utan um bókanir og greiðslur (t.d. með samningi og beinni greiðslu).

Af hverju að vera á Orlofseignir.is?

  • Þú nærð beint til Íslendinga sem þekkja vel vinsælustu sólarstaði
  • Þú getur minnkað tímabilið sem eignin stendur tóm
  • Þú stjórnar verðinu sjálfur
  • Engin binding, engin „pakki“, engin falin gjöld
  • Vettvangur sérstaklega hugsaður fyrir orlofseignir Íslendinga

Öryggi og gagnsæi

Við mælum alltaf með að:

  • Gera skriflegan leigusamning
  • Vera skýr með reglur og greiðsluskilmála
  • Staðfesta upplýsingar um leigjanda áður en samningur er frágenginn

Orlofseignir.is er miðlunarvettvangur, en með skýrum upplýsingum og góðum samskiptum geturðu byggt upp traustan hóp endurkomuleigjenda.

author avatar
orlofseignir

 

 / 

Skrá inn

Senda skilaboð

Uppáhöldin mín