Spánn – Nýtt líf í nýju landi

39,00

Category:

Description

Hefur þig dreymt um að búa á Spáni? Í þessari bók færðu upplýsingar sem hjálpa þér við að vega og meta drauminn betur og hvort þú eigir að taka fyrstu skrefin í átt að nýju lífi á Spáni. Í bókinni er farið yfir helstu þætti í undirbúningsferlinu og grunnupplýsingar gefnar varðandi hvað hafa ber í huga.

Kostir og gallar við búsetu á Spáni
NIE, Residencia og Padrón
Skattamál og sjúkratryggingar
Örorkulífeyrir og ellilaun

Atvinna, skólamál og barnagæsla
Húsnæði, búslóð og bíll
Daglegt líf

Snæfríður Ingadóttir hefur starfað sem blaðamaður í meira en 20 ár. Hún hefur skrifað ferðahandbækur um Tenerife og Gran Canaria, sem og handbækur um Ísland fyrir erlenda ferðamenn. Snæfríður hefur sérstakan áhuga á Spáni, hefur ferðast mikið til Kanaríeyja og bjó um tíma á spænsku eyjunni Tenerife. Hugmyndin að bókinni kviknaði þegar hún þurfti sjálf að ganga í gegnum það ferli að sækja um spænska kennitölu, skrá börn sín í spænskan skóla og huga að skattamálum.

Bókin er 132 bls. og er sett upp á aðgengilegan og auðskiljanlegan hátt.

Auk hreinna upplýsinga er í bókinni að finna fjölda reynslusagna frá Íslendingum sem flutt hafa til meginlands Spánar og kanarísku eyjanna.

Reviews

There are no reviews yet.

Be the first to review “Spánn – Nýtt líf í nýju landi”

Netfang þitt verður ekki birt.

 

 / 

Sign in

Send Message

My favorites